Vefútgáfa tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýslu kemur út 26. júní n.k.

Vefútgáfa tímaritsins stjórnmál og stjórnsýsla kemur út þriðjudaginn 26. júní n.k. kl. 16:30.  Að venju er boðið til útgáfuhófs í tilefni opnunarinnar og eru velunnarar tímaritsins boðnir velkomnir.  Þau tímamót eru nú að ensk útgáfa af tímaritinu verður opnuð formlega.  Í timaritinu birtast 11 ritrýndar greinar og 2 almennar greinar, auk bókadóma.

Meðal höfunda 1. tbl. 2012 eru Baldur Þórhallsson, Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson, Jónína Einarsdóttir, Jón Snorri Snorrason, Alyson Bailes, Örvar Þ. Rafnsson, Eva Marín Hlynsdóttir, Pétur Berg Matthíasson, Héðinn Unnsteinsson, Gunnar Þór Jónsson, Eyvindur G. Gunnarsson, Sigríður Matthíasdóttir og Ólafur Páll Jónsson. Höfundar almennra greina eru Davíð Egilson, Pétur Berg Matthíasson og Héðinn Unnsteinsson.

Hófið hefst kl. 16.30 þriðjudaginn 26. júní í Odda stofu 101 með stuttum fyrirlestrum tveggja höfunda efnis í júníhefti 2012.

Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ mun ræða  alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum og  hvort Ísland hafi staðið í efnahagslegu, stjórnmálalegu og félagslegu skjóli norska sjóveldisins, en grein hans Iceland´s external affairs in the Middle Ages: The shelter of Nowegian sea power birtist í tímaritinu.

Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild HÍ ræðir síðan um grein sína Sendur í sveit. Í greininni er skoðaður siðurinn að senda íslensk  börn í sveit á sumrin, en hliðstæðir siðir, þar sem börn dvelja til lengri eða skemmri tíma hjá venslafólki eða vandalausum án samfylgdar foreldis eða löggilds forráðamanns, eru í auknum mæli flokkaðir sem mansal.

Fyrirspurnir og umræður verða að loknum erindum til ca. kl. 17.30  og síðan móttaka á eftir á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.   

Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla, en hann mun jafnframt opna enska útgáfu tímaritsins.

Myndir af fyrirlestrinum og úr útgáfuhófinu má finna á facebook síðu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is