Staðall um launajafnrétti

Kynningarfundur um frumvarp til laga um jafnlaunastaðal var haldin á Grand Hótel Reykjavík 19. júní sl. Staðalinn mun vera sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Staðlinum er ætlað að vera tæki til að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnumarkaðnum. Velferðarráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa frá því í árslok 2008 haft forgöngu um gerð staðals um launajafnrétti kynjanna í samræmi við bókun aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga í febrúar 2008 og bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga nr. 10/2008. Verkið hefur verið unnið undir leiðsögn Staðlaráðs Íslands og með aðkomu fjölmargra aðila. Frumvarp um jafnlaunastaðal er tilbúið til kynningar og fer nú í hefðbundið umsagnarferli samkvæmt lögum um Staðlaráð Íslands. Á heimasíðu Staðlaráðs Íslands er hægt að óska eftir tímabundnum rafrænum aðgangi að frumvarpinu á umsagnartíma, frá 19. júní til 20. september 2012. Ráðgert er að staðalinn verði gefinn út í desember næstkomandi.

Heimild:

http://www.stadlar.is

http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33438

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is