Hvers vegna ég er bjartsýnn af skynsemisástæðum

Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands efna til opins fyrirlestrar föstudaginn 27. júlí 2012 kl. 17.30–19.00. Fyrirlesturinn verður í Öskju, stofu 132 í Háskóla Íslands. Þar mun breski rithöfundurinn dr. Matt Ridley flytja erindi undir heitinu: „Hvers vegna ég er bjartsýnn af skynsemisástæðum“ (Why I am a Rational Optimist). Eftir erindið verða fyrirspurnir og umræður. Aðgangur er ókeypis. Fundarstjóri er Ragnar Árnason, prófessor Hagfræðideild HÍ.

Matt Ridley fæddist 1958 og lauk doktorsprófi í dýrafræði frá Oxford-Háskóla 1983. Hann var vísindaritstjóri Economist í mörg ár og skrifar reglulega um vísindi fyrir Wall Street Journal. Hann sat í bankaráði Northern Rock 2004–2007. Bækur Ridleys um vísindi hafa vakið mikla eftirtekt og selst í 900 þúsund eintökum samtals: The Red Queen and the Evolution of Human Nature 1993; The Origins of Virtue: Human Instincts and the Evolution of Cooperation 1996; Genome: The Autobiography of a Species in 23 Chapters 2003: Nature via Nurture: Genes, Experience, and What Makes Us Human 2003; Francis Crick: Discoverer of the Genetic Code 2006; The Rational Optimist: How Prosperity Evolves 2010.

Matt Ridley heldur úti heimasíðu og bloggar reglulega.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is