Heimsókn frá Mindlab í Danmörku

Christian Bason forstöðumaður Mindlab í Danmörku heimsótti Ísland í síðustu  viku.  Mindlab er dönsk nýsköpunarstofa sem rekin er á vegum þriggja danskra ráðuneyta. Stofnun stjórnsýslufræða og Stjórnmálafræðideild HÍ hafa verið i samstarfi við Mindlab undanfarin 3-4 ár vegna kennslu og námskeiða í nýsköpun í opinberum rekstri.  Ferð Christian Bason til landsins var að ósk samstarfshóps um eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri, en þann hóp skipa aðilar frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, fjármálaráðuneytinu, Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og nýverið bættist Samband íslenskra sveitarfélaga í  hópinn.  Áttu samstarfsaðilar afar gagnlegan fund með Christian Bason sl. föstudag og var þar m.a. lagður grundvöllur að frekara samstarfi við Mindlab. Þess má geta að bók Christian Bason Leading Public Sector Innovation-Co-creating for a Better Society" sem gefin var út 2010 er notuð í kennslu í HÍ um efnið.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is