Stjórnsýsla Kópavogs fær gæðavottun

Kópavogsbær hefur fyrst íslenskra sveitarfélaga hlotið alþjóðlega vottun (ISO 9001) fyrir gæðakerfi stjórnsýslusviðs. Með vottuninni er staðfest að starfsmenn sinna stjórnsýslu samkvæmt gæðakerfi bæjarins. Markmiðið með gæðakerfinu er að tryggja góða og skilvirka þjónustu, gagnsæja stjórnsýslu, aukið öryggi og bætt eftirlit með kostnaði. Þetta þýðir m.ö.o. að vinna við mannaráðningar, innkaup, upplýsingagjöf, innheimtu, vistun skjala og fjárhagsáætlunargerð fer samkvæmt ítarlegum verklagsreglum gæðahandbókar Kópavogsbæjar.

Gæðakerfi Kópavogs samanstendur af 13 ferlum og 85 verklagsreglum. Undir stjórnsýslusvið bæjarins, sem gæðakerfið nær til, heyrir fjármála-, upplýsingatækni-, menningar-, starfsmanna- og lögfræðideild ásamt almannatengslum, gæðamálum og almennri skrifstofu. Gæðakerfið nær því utan um alla stærri verkþætti í stjórnsýslu bæjarins.

Gæðakerfið er í höndum gæðastjóra og gæðaráð rýnir og samþykkir alla ferla og stýrir framgangi gæðakerfisins. Innri úttektarmenn úr röðum starfsmanna sjá um að fara reglulega yfir ferla og verklagsreglur. Ytri vottunaraðilar gera úttekt á gæðakerfinu tvisvar á ári. Ávinningur:

  • Auðveldara er að rækja lögbundið hlutverk sveitarfélagsins.
  • Aukið traust myndast á starfseminni.
  • Gagnsæi og jafnræði í stjórnsýslunni eykst.
  • Vinnubrögð starfsmanna batna og framleiðni eykst.
  • Minni hætta er á mistökum og öryggi eykst.
  • Eftirlit með kostnaði batnar og rekjanleiki eykst.

Frétt um vottunina á heimasíðu Kópavogsbæjar

 

Heimild:

http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/nr/...

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is