Ný verkaskipting í Stjórnarráði Íslands

Tillögur forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar á fundi ríkisráðs í gær.

Breytingarnar fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Með breytingum hefur ráðuneytum fækkað úr tólf í átta í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Samhliða breytingum á skipan ráðuneyta voru staðfestar breytingar á skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Helstu breytingar snúa að því að verkefni sem áður voru í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu verður skipt upp milli fjármála- og efnahagsráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þá verða verkefni sem tengjast rannsóknum og ráðgjöf varðandi auðlindir færð til umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Breytingarnar taka gildi 1. september nk.

Sjá frétt um breytingarnar á stjr.is og hlekki á forsetaúrskurði

Heimild:

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7278

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is