Námskeið um opinbera vefi. Hvernig má bæta þá?

Í alþjóðlegum samanburði standa íslenskar stofnanir sig ekki nægilega vel þegar horft er til rafrænnar stjórnsýslu.  Íslensk stjórnvöld hafa sett það markmið að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í rafrænni stjórnsýslu og rafrænni þátttöku árið 2020.  Til að ná þessu markmiði þarf að gera verulegar umbætur á framsetningu, innihaldi, aðgengi og gagnvirkni opinberra vefja  

Síðastliðið vor hóf innanríkisráðuneytið átak til að bæta opinbera vefi. Hluti af því var að halda námskeið fyrir vefstjóra og umsjónarfólk vefja opinberra stofnana í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.  Um 60 vefstjórar sóttu slíkt námskeið síðla vors 2012 og nú í haust hefur þráðurinn verið tekinn upp á ný.  Samstarfið hefur nú verið útvíkkað og sérstakt námskeið verið skipulagt fyrir vefstjóra sveitarfélaga.

Námskeiðin bera yfirskriftina:  „Hvað má betur fara á vef stofnunarinnar?“ og „Hvað má betur fara á vef sveitarfélagsins?“

Námskeiðin eru haldin í húsnæði Endurmenntunarstofnunar HÍ við Dunhaga. Þau eru eftirfarandi.

20. sept kl. 14-16 og 21. sept. Kl. 9-12.  Námskeið fyrir vefstjóra sveitarfélaga

26. og 27. sept. kl. 9-12. Námskeið fyrir vefstjóra opinberra stofnana.

10.  okt. og 11. okt kl. 13:30-16. Námskeið fyrir vefstjóra framhaldsskóla og háskóla.

Vefstjórar opinberra stofnana fá boð um þátttöku á námskeiðið.  Frekari upplýsingar veitir Ásta Möller forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða, astam@hi.is

Námskeiðið er byggt á vefhandbók sem hefur verið gefin út af  í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og er aðgengileg er á slóðinni: http://www.ut.is/vefhandbok/. Jafnframt er byggt á mati og greiningu á stöðu opinberra vefja 267 stofnana ríkis og sveitarfélaga, en niðurstöður fyrir árið 2011 koma fram í skýrslunni  „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011: Framkvæmd, úrvinnsla og helstu niðurstöður“frá janúar 2012, sjá http://www.ut.is/konnun 2011/. 

Niðurstöður athugunarinnar veita verðmætar upplýsingar um stöðu vefja opinberra stofnana hjá ríki og sveitarfélögum og fær hver þátttakandi sent afrit af greiningu á vef sinnar stofnunar til að kynna sér nánar og hafa til hliðsjónar á námskeiðinu.   Á námskeiðinu er sjónum einkum beint að innihaldi, nytsemi, þjónustu og aðgengi. Þá verður einnig skoðuð notkun samfélagsmiðla, lýðræðisvirkni og rafræn málsmeðferð.  Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar á sviði úrlausna í rafrænni stjórnsýslu og vefmálum, en þau eru:  Arnar Pálsson, ráðgjafi hjá Capacent, Björn Sigurðsson, vefstjóri hjá forsætisráðuneytinu, Bragi Leifur Hauksson, verkefnastjóri hjá Þjóðskrá Íslands, Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands og Jóhanna Símonardóttir, sérfræðingur hjá Sjá ehf.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is