Námskeið: Að ná árangri í stjórnmálum -Hvað einkennir góðan stjórnmálamann?

Að ná árangri í stjórnmálum- hvað einkennir góðan stjórnmálamann?

What makes an effective and good politician?

Námskeið ætlað fólki sem starfar eða hefur áhuga á að starfa í stjórnmálum

fimmtudaginn 4. október kl. 14-17 og föstudaginn 5. október kl. 9-12

Skráning HÉR   Verð kl. 14.500.-

Staðsetning:  Í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu,  1. hæð.  

Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar í stjórnmálum eða hefur áhuga á að hasla sér völl á þeim vettvangi á Alþingi eða í sveitarstjórnum og öðrum sem taka eða vilja taka virkan þátt í stjórnmálum. Ennfremur starfsmönnum stjórnmálaflokka og -hreyfinga sem eru ráðgjafar stjórnmálamanna og styðja við þá í starfi. Forystufólk og þátttakendur í sjálfboðasamtökum og öðrum frjálsum félagasamtökum getur einnig haft gagn af námskeiðinu, þó viðfangsefni þeirra séu önnur en í stjórnmálastarfi.

Fyrirlesarinn Jo Silvester er prófessor í sálfræði við City University í London (http://www.city.ac.uk/social-sciences/academic-staff-profiles/professor-jo-silvester).   Hún hefur í sl sjö ár í kennslu og rannsóknum sínum m.a. beint sjónum að starfi stjórnmálamanna á þingi og í sveitarstjórnum, eiginleikum árangursríkra stjórnmálamanna og hvernig megi efla þá  í starfi.  Jafnframt hefur hún skoðað hvernig staðið er að vali á frambjóðendum flokka. Hún er höfundur fjölda skýrslna og greina um þetta efni.  Jo hefur starfað sem ráðgjafi við 360 gráðu mat og leiðsögn fyrir fjölmarga stjórnmálamenn þriggja stóru flokkanna í Bretlandi og unnið mælikvarða á hæfni og forspá um árangur stjórnmálamanna, sem grunn fyrir val á frambjóðendum í Frjálslynda flokknum og Íhaldsflokknum í Bretlandi.

Efni námskeiðsins:

1.        Forystuhlutverk, ábyrgð og verkefni stjórnmálamannsins.    Hver eru sérkenni stjórnmálalegrar forystu borið saman við forystu á öðrum sviðum?

2.        Hverjir eru eiginleikar dugmikilla og árangursríkra stjórnmálamanna?:  Þekking, færni, hæfni, persónulegir eiginleikar.

3.        Hvernig er traust á stjórnmálamönnum og stjórnmálum byggt upp?  Lykilþættir í  samskiptum og boðskiptum milli stjórnmálamanna og almennings.   Hvað mótar sýn almennings á stjórnmálamenn og stjórnmál? Hvernig má með jákvæðum hætti bæta þá sýn?

4.        Hvernig má þróa og bæta hæfni og eiginleika stjórnmálamanna og annarra sem taka þátt í stjórnmálastarfi? Hver getur verið þáttur þeirra sjálfra? Hvernig geta flokkarnir eflt þá með skipulögðum  hætti?

5.         Þátttakendur vinna verkefni sem snúa að þeirra eigin aðstæðum og hvernig megi breyta þeim í því skyni að stuðla að öflugri stjórnmálamönnum og stjórnmálastarfsemi.

Einnig stuttlega:

6.        Stjórnmálamaðurinn sem einstaklingur og opinber persóna. Hvernig ver stjórnmálamaður sig persónulega og tilfinningalega.

Námskeiðið fer fram í fyrirlestrum og hagnýtum æfingum. Þátttakendur fá sent rafrænt lesefni sem þeir geta kynnt sér fyrir námskeiðið.  

"What makes a good politician?" Viðtal við Jo Silvester í The Psychologist, maí 2010.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is