David Miliband: Framtíð Evrópu — Efnahagslíf, stjórnmál og sjálfsmynd

David Miliband, fv. utanríkisráðherra og umhverfisráðherra Breta, flytur fyrirlestur í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. september 2012 klukkan 12.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ber heitið „The Future of Europe —  Economics, Politics and Identity“.David Miliband er stjórnmálafræðingur að mennt og nam m.a. í Oxford og við MIT í Boston. Hann var stjórnandi stefnumótunar (Head of Policy) hjá Tony Blair í aðdraganda þingkosninganna 1997 og eftir sigur Verkamannaflokksins gegndi hann veigamiklu hlutverki við stefnumótun ríkisstjórnar Blairs til ársins 2001.David Miliband var kjörinn á þing árið 2001 og varð ráðherra skólamála ári síðar; árið 2006 varð hann umhverfisráðherra og árið 2007 utanríkisráðherra, þá aðeins 41 árs gamall. Miliband hefur látið til sín taka í umræðum um loftslagsbreytingar og hvetur til alþjóðlegs samstarfs um umhverfisvernd, málefni hafsins og orkumál. Hann hefur sent frá sér margvíslegar ritsmíðar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is