Send í sveit: Kynjað uppeldi?Fyrirlestur Jónínu Einarsdóttur verður í haldin kl. 12-13, miðvikudaginn 26. september í Lögbergi stofu 201.

Jónína Einarsdóttir fjallar um siðinn að senda börn í sveit á Íslandi með sérstakri áherslu á kynjamun í framkvæmd hans. Síðan þéttbýli myndaðist á Íslandi hefur fjöldi barna verið sendur í sveit yfir sumartímann og þá mun fleiri drengir en stúlkur. Í sveitinni sinntu vinnufær börn störfum í samræmi við viðurkennda verkaskiptingu kynjanna. Óvinnufær börn voru hins vegar í umsjá bændakvenna eða send á sumardvalarheimili. Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.

Öll velkomin.

MARK, Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is