Námskeið: Nýjar lausnir í opinberri þjónustu í samstarfi við notendur

Mið, 10/17/2012 - 12:43 -- hrefna

Nýjar lausnir í opinberri þjónustu í samstarfi við notendur/User-centered innovation in the public sector- Why and how?

Námskeið 31. október 2012 kl. 8.30-12.00 á Grand Hótel Reykjavík.

Fyrirlesari; Jakob Schjörring sérfræðingur frá ráðgjafastofnuninni MindLab í Danmörku.

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir sem opinberar stofnanir geta nýtt sér við nýsköpun í þjónustu og vinnubrögðum með áherslu á að finna nýjar og betri lausnir í samvinnu við notendur þjónustu (co-production, co-design, user centered ininovation).  

Þátttökugjald:14.500 kr.

Jakob Schjörring er sérfræðingur hjá ráðgjafastofnuninni Mindlab í Danmörku.  Mindlab er  í eigu þriggja ráðuneyta danska stjórnarráðsins og stofnunin sérhæfir sig í að styðja við nýsköpun hjá hinu opinbera, hjá ríki og sveitarfélögum og er hún  leiðandi á sínu sviði á heimsvísu.   Mindlab er samstarfsaðili Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is