Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu- Betri lausnir fyrir fólk og samfélag

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga, Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands standa saman að ráðstefnunni og málstofunum:

Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu-Betri lausnir fyrir fólk og samfélag-Veiting nýsköpunarverðlauna

Dagskrá ráðstefnunnar

Glærur frá Jakob Schjörring

Dagskrá málstofu 1

Dagskrá málstofu 2

Efnahagslegar aðstæður, kröfur um betri árangur og hagkvæmni í opinberum rekstri, nýjar og breyttar þarfir íbúa og kröfur um aukna þátttöku, samráð og gagnsæi í stjórnsýslu kallar á nýjar, áhrifaríkar og hugvitsamlegar lausnir í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.  

Annað árið í röð er nýsköpun í brennidepli á ráðstefnu, málþingi og námskeiði um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Veitt verða nýsköpunarverðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberum rekstri, en 62 verkefni frá 31 stofnun og 11 sveitarfélögum voru tilnefnd  til nýsköpunarverðlauna í ár.  Að viðburðunum standa sömu aðilar og á síðasta ári en nú hefur Samband íslenskra sveitarfélaga bæst í hópinn og gafst sveitarfélögum því kostur á að tilnefna verkefni til nýsköpunarverðlauna. Samstarfsaðilar vilja með framtaki sínu draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi.  

Á ráðstefnunni í  ár er sjónum beint að aðferðum við nýsköpun, þætti stjórnenda við innleiðingu nýrra lausna og samstarfi einkaaðila og opinberra aðila um nýsköpunarverkefni í þágu samfélagsins. Fyrirlesarar eru Jakob Schjörring frá Mindlab í Danmörku, Inga Jóna Jónsdóttir dósent við viðskiptafræðideild HÍ og Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins.  Átján verkefni hafa verið valin til kynningar á málþingi sem haldið verður að lokinni ráðstefnu kl. 10:30-12:15.

Daginn eftir, 31. október kl. 8:30-12:00 á Grand hótel Reykjavík, er boðið upp á námskeið um nýsköpun í opinberri þjónustu og nýsköpun. Kennari er Jakob Schjörring frá Mindlab í Danmörku, en Mindlab er samstarfsverkefni þriggja danskra ráðuneyta um nýsköpun í opinberum rekstri og hefur aðferðafræði þeirra sem byggir á samstarfi við notendur þjónustunnar við þróun nýrra og betri lausna í verkefnum hins opinbera vakið mikla athygli og eru starfsmenn Mindlab eftirsóttir fyrirlesarar víða um heim  Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir sem opinberar stofnanir geta nýtt sér við nýsköpun í þjónustu og vinnubrögðum með áherslu á að finna nýjar og betri lausnir í samvinnu við notendur þjónustu (co-production, co-design, user centered innovation).  

Þessir atburðir er afrakstur samvinnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarfélaga,  Félag stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Rannís. Síðsumars var sent erindi til forstöðumanna ríkisstofnana og sveitarfélaga, þar sem óskað var tilnefninga um verkefni til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri.  Skilafrestur var til 1. október s.l. og bárust eins og fyrr segir 62 tilnefningar um nýsköpunarverkefni frá 31 stofnun og 11 sveitarfélögum. Eitt þeirra hefur verið valið til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri og fimm til viðbótar fá sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni.          





 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is