Skýrsla úttektarnefndar OR kynnt 10. okt sl.

Skýrsla úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt fyrir eigendum fyrirtækisins á eigendafundi í höfuðstöðvum Orkuveitunnar 10. október sl. Í beinu framhaldi var haldinn kynningarfundur fyrir sveitastjórnarfólk en á fundinn voru boðaðir aðalmenn í sveitarstjórnum eigendasveitarfélaganna og fyrstu varamenn auk aðalstjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Klukkan 17.15 hófst síðan blaðamannafundur þar sem fulltrúar fjölmiðla fá sömu kynningu og sveitastjórnarfólkið.

Í úttektarnefndinni sitja Margrét Pétursdóttir endurskoðandi, Ása Ólafsdóttir hæstaréttarlögmaður og  dr. Ómar Kristmundsson stjórnsýslufræðingurog prófessor við Háskóla Íslands. Nefndin hefur verið að störfum frá 23. júní 2011.

Skýrsla úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur (pdf)

Glærukynning úttektarnefndar frá blaðamannafundi

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is