Námskeið: Saga, stofnanir og ákvarðanataka innan ESB

Námskeið: Saga, stofnanir og ákvarðanataka innan ESB

Kennarar: Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ og Auðunn Atlason skrfistofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu.

Þátttökugjald: 16.900.- Skráning á námskeiðið

Staðsetning: Endurmenntunarstofnun HÍ við Dunhaga.

Meginmarkmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsfólks stjórnsýslunnar og opinberra stofnana á samvinnu ríkja Evrópu og Evrópusambandinu. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa góða þekkingu á sögu, stofnunum og ákvarðanatöku sambandsins. Einnig verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Evrópusambandsins með Lissabon sáttmálanum og framtíð sambandsins. Þá mun gestafyrirlesari úr utanríkisráðuneytinu fjalla um stöðu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu og áhrif á íslenska stjórnsýslu.

Uppbygging námskeiðs:

kl. 9:00-14:00 Saga, stofnanir, ákvarðanataka, þróun og breytingar.  Baldur Þórhallsson prófessor  

Matarhlé milli kl. 12:00-12:30

kl. 12:30-14:00  frh. Baldur Þórhallsson

kl. 14:00-15:00 Auðunn Atlason skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu mun ræða um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu – staða samningaviðræðna,  helstu álita- og úrlausnarefni fyrir íslenska stjórnsýslu.

Markmið:   Meginmarkmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsfólks stjórnsýslunnar og opinberra stofnana á samvinnu ríkja Evrópu og Evrópusambandinu. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa góða þekkingu á sögu, stofnunum og ákvarðanatöku sambandsins. Einnig verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Evrópusambandsins með Lissabon sáttmálanum og framtíð sambandsins. Þá mun gestafyrirlesari úr utanríkisráðuneytinu fjalla um stöðu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu og áhrif á íslenska stjórnsýslu.Efnislýsing:  

I Hluti  Upphaf og saga samstarfs Evrópuríkja

i.        Evrópa fyrr á tímum

ii.        Áhrif seinni heimsstyrjaldar

iii.        Fyrstu skrefin á 5. og 6. áratugnum

iv.        Hugmyndafræði – eðli samstarfsins

v.        Hvað er Evrópusambandið?

vi.        Hvað er ESB ekki?

vii.        Þróun samstarfsins

II Hluti -  Skipulag og ákvarðanataka Evrópusambandsins   

i.        Ákvarðanataka ESB

ii.        Lög og dómstólar

ii.        Framkvæmdastjórnin

iii        RáðherraráðiðIII Hluti  - Skipulag, ákvarðanataka og framtíðin

i.        Þingið

ii.        Leiðtogaráðið

iii.        Aðrar stofnanir

iv.        Aðkoma ríkja að ákvarðanatöku

v.        Óformlegar leiðir til áhrifa

vi.        Lissabon sáttmálinn og framtíð ESB

IV Hluti - Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu – staða samningaviðræðna,  helstu álita- og úrlausnarefni fyrir íslenska stjórnsýslu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is