Námskeið: Evrópuréttur- Áhrif grundvallarreglna ESB og EES samningsins á íslenska stjórnsýslu og íslenskar lagareglur

Námskeið: Evrópuréttur- Áhrif grundvallarreglna ESB og EES samningsins á íslenska stjórnsýslu og íslenskar lagareglur

Dagsetning: 23. nóvember kl. 9.00-16.00.

Þátttökugjald:  19.500,- Skráning á námskeiðið

Staðsetning: Í húsnæði Endurmenntunarstofnunar HÍ við Dunhaga.

Kennari:  Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Luxembourg og LLM í Evrópurétti frá London School of Economics of Political Science.

Markmið námskeiðsins: Sameiginlegar reglur EES-svæðisins og Evrópusambandsréttar sem íslenska ríkið er skuldbundið til að taka upp í löggjöf verða stöðugt víðtækari og hafa þar af leiðandi sífellt meiri áhrif á störf stjórnsýslunnar. Reglur þessar setja því meðal annars skorður hvernig ríki og sveitarfélög haga sölu eigna, hvernig unnt er að skipuleggja biðlista í heilbrigðiskerfinu og hvernig hægt er að haga álagningu opinberra gjalda. Þá hafa reglurnar áhrif á hvaða ákvarðanir hægt er að taka í málum sem varða umhverfið, markaðsetningu lyfja og  ýmiss konar félagsleg réttindi, svo sem rétt til greiðslna úr almannatryggingum og félagslegra styrkja, svo að fáein dæmi séu tekin.

Námskeiðinu er ætlað að veita grundvallarinnsýn í þessar réttarreglur og hvernig áhrif þeirra birtast helst stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Umfjöllunin verður studd raunhæfum dæmum bæði úr íslenskri sem erlendri framkvæmd.

Uppbygging námskeiðsins

Kl. 9:00-12:00 Sameiginlegar réttarreglur EES-svæðisins og Evrópusambandsins.

Kl. 12:00-12:30 Matarhlé 

Kl. 12:30-16:00 Áhrif Evrópusambandsreglna og EES-réttar á íslenskan rétt og íslenska stjórnsýslu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is