Eru þingmenn bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá? UPPTAKA

Lagadeild Háskóla Íslands, Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri standa fyrir fundinum

Eru þingmenn bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá?

Hvernig er stjórnarskrá breytt? Hvaða þýðingu hefur ferlið til þessa? Hvar erum við stödd?

Föstudaginn 9. nóvember kl 12.00-14.00 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Hátíðarsal.

Fyrir dyrum standa grundvallarbreytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Mikilvægt er að fram fari á næstu vikum fræðilegar umræður um ferlið sjálft og inntak og eðli þeirra breytinga á stjórnarskránni sem lagðar eru til í tillögum stjórnlagaráðs.

UPPTAKA Í STREYMI

Framsögumenn og þátttakendur í pallborði:

Björg Thorarensen, prófessor - Glærur Bjargar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor

Indriði H. Indriðason, dósent við University of California, Riverside - Glærur Indriða

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor - Glærur Gunnars Helga

Fundarstjóri: Róbert R. Spanó, prófessor, forseti Lagadeildar HÍ

Fundurinn er hluti af fundaröð um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands: "Ferill -  Inntak og eðli breytinga - Áhrif á stjórnskipun". Í fundaröð sem haldin verður í nóvember 2012 til mars 2013, munu fræðimenn háskólanna í lögfræði, stjórnmálafræði, heim­speki, sagnfræði og tengdum greinum, sem stundað hafa rannsóknir á þessu sviði, fjalla um ferlið fram að þessu og einstaka þætti í fyrirliggjandi tillögum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is