Opið málþing: Val stjórnarmanna í opinberum fyrirtækjum - Fagþekking eða pólítísk forysta?

Opið málþing á vegum Stofnunar  stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ mánudaginn 26. nóvember kl. 12.00-13.15 í Háskólatorgi, Háskóla Íslands stofu 102.

Í kjölfar skýrslu nefndar um Orkuveitu Reykjavíkur hefur átt sér stað nokkur umræða um hvaða fyrirkomulag sé heppilegast við skipan stjórnarmanna í opinberum fyrirtækjum.  Viðfangsefnið tengist fræðilegri og hagnýtri umræðu um stjórnarhætti fyrirtækja (corporate governance) í kjölfar hrunsins. Meginspurningin er: Með hvaða hætti má skipa í stjórnir opinberra fyrirtækja þannig að sem best sé tryggt að stjórn sé virk og sinni öllum hlutverkum sínum í þágu fyrirtækisins en jafnframt að hún tryggi almannahagsmuni.   

Í þessari umræðu er rætt um hvort eingöngu sérfróðir aðilar um málefni fyrirtækisins eigi að starfa í stjórn opinberra fyrirtækja eða kjörnir fulltrúar og fulltrúar stjórnmálaflokka. Um það verður fjallað á málþinginu sem haldið verður mánudaginn 26. nóvember kl. 12:00-13:15.  Málþingið er öllum opið.  Frummælendur eru Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík.

Dagskrá:

1. Dr. Ómar H. Kristmundsson (GLÆRUR ÓHK), prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ: Umboð, verkefni og kröfur til stjórnarmanna opinberra fyrirtækja.

2. Bryndís Hlöðversdóttir (GLÆRUR BH), rektor Háskólans á Bifröst: Meginreglan um aðskilnað hlutverka; forsenda góðra stjórnarhátta.

3. Sóley Tómasdóttir (ERINDI ST), borgarfulltrúi í Reykjavík: Lýðræðislegar leikreglur og almannahagsmunir.

Fundarstjóri: Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is