Fundaröð um stjórnarskrána-Upptökur frá fyrri fundum

Lagadeild Háskóla Íslands, Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri standa fyrir fundarröð um fyrirhugaðarbreytingar á stjórnarskrá Íslands.

Fyrir dyrum standa grundvallarbreytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Mikilvægt er að fram fari á næstu vikum fræðilegar umræður um ferlið sjálft og inntak og eðli þeirra breytinga á stjórnarskránni sem lagðar eru til í tillögum stjórnlagaráðs.

Í fundaröð sem haldin verður í nóvember 2012 til febrúar 2013, munu fræðimenn háskólanna í lögfræði, stjórnmálafræði, heim­speki, sagnfræði og tengdum greinum, sem stundað hafa rannsóknir á þessu sviði, fjalla um ferlið fram að þessu og einstaka þætti í fyrirliggjandi tillögum.

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi dögum í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 12-14.  Allir velkomnir.

Föstudaginn 9. nóvember 2012 (Smellið á til að komast í upptöku) - Eru þingmenn bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á íslensku stjórnarskránni?

Hvernig er stjórnarskrá breytt? Hvaða þýðingu hefur ferlið til þessa? Hvar erum við stödd?

Föstudaginn 16. nóvember 2012 (Smellið á til að komast í upptöku)Fundur um niðurstöðu sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin og næstu skref í Háskólanum í Reykjavík. 

Miðvikudaginn, 5. desember 2012Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn-Nýskipan framkvæmdavaldsins

Starfshættir ríkisstjórna – Stjórnarmyndanir – Hlutverk forseta Íslands - Skipun embættismanna

Miðvikudaginn 16. janúar 2013 - Stjórnarskráin og lýðræðið

Kosningakerfið – Persónukjör – Þjóðaratkvæðagreiðslur

Miðvikudaginn 30. janúar 2013 - Hlutverk og staða Alþingis í nýrri stjórnarskrá

Löggjafarhlutverkið - Eftirlit Alþingis með stjórnvöldum - Nýtt hlutverk forseta Alþingis - Samspil Alþingis og kjósenda í ákvarðanatöku

Miðvikudaginn 13. febrúar 2013 - Mannréttindi í stjórnarskrá

Er vernd mannréttinda áfátt samkvæmt núverandi stjórnarskrá? – Hvert er markmið tillagna um breytingar?– Mannréttindi og náttúra – Tengsl við alþjóðlega mannréttindasamninga.

Miðvikudaginn 27. febrúar 2013 - Ísland, fullveldið og alþjóðasamfélagið

Fullveldið og utanríkismál í stjórnarskránni - Að hvaða marki leyfir stjórnarskráin framsal ríkisvalds? –Ákvörðun um aðild að ESB og áhrif á íslenska stjórnskipun.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is