Opinn fundur 7. des kl. 12-13:15 Getum við breytt stjórnmálunum til hins betra?

Getum við breytt stjórnmálunum til hins betra-Hvaða lærdóm má draga af átökum fyrri ára í stjórnmálum? Hádegisfundur föstudaginn 7. desember kl. 12-13:15 í Lögbergi stofu 101.  Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins ræðir bók sína “Sjálfstæðisflokkurinn- Átök og uppgjör”  við fundargesti. Umræðustjóri: Ragnheiður Elín Árnadóttir, stjórnmálafræðingur og alþingismaður.

Styrmir Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins1972–2008. Hann hefur verið áhrifamaður í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið; verið í tengslum við framvarðasveit íslenskra stjórnmála og starfaði náið með ýmsum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins.   Í bók sinni “Sjálfstæðisflokkurinn- Átök og uppgjör”. fjallar hann sérstaklega um tímabilið 1970-1985 sem var mikill átakatími í íslenskum stjórnmálum og ekki síst innan Sjálfstæðisflokksins.  Styrmir hefur einstaka innsýn í þróun íslenskra stjórnmála, menn og málefni á síðustu áratugum.   Á fundinum mun Styrmir m.a. velta fyrir sér hvort og hvernig við getum breytt stjórnmálunum til hins betra m.a. með hliðsjón af átökum fyrri ára á þeim vettvangi.


Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is