Námskeið 6.-7. febrúar: Lagarammi íslenskrar heilbrigðisþjónustu

Námskeiðið Lagarammi og stjórnkerfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu verður haldið

miðvikudaginn 6. febrúar kl. 13-17 og fimmtudaginn 7. febrúar kl. 13-17

í húsnæði Endurmenntunar HÍ við Dunhaga.

Þátttökugjald:  kr. 19.800,-  Skráning HÉR

Námskeiðið er sérstaklega ætlað stjórnendum, sérfræðingum, heilbrigðisstarfsmönnum og öðru starfsfólki stjórnsýslu og stofnana íslenskrar heilbrigðisþjónustu sem vilja fá betri yfirsýn yfir þann lagaramma sem þeir starfa eftir.

Kennari er Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá velferðarráðuneytinu, en hún hefur komið að vinnu við endurskoðun á lagaramma íslenskrar heilbrigðisþjónustu um árabil.

Að námskeiðinu standa Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Landspítala háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, Landssamband heilbrigðisstofnana, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.Fjallað er um stjórnkerfi, skipulag og stefnumörkun í íslenskri heilbrigðisþjónustu og hvernig eftirliti og kröfum til gæða þjónustunnar og heilbrigðisstarfsmanna er háttað. Fjallað um hvernig brugðist er við mistökum í  heilbrigðisþjónustu. Ræddar kröfur um skráningu, varðveislu og aðgang að heilbrigðisupplýsingum og réttindi sjúklinga. Til grundvallar eru lög er varða heilbrigðisþjónustuna; lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007,  lög um sjúkratryggingar 112/2008, lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997,  lög um sjúklingatryggingar nr. 111/2000, lög um sjúkraskrá nr. 55/2009 og lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 13-17

1.        Stjórnkerfi og skipulag (Ný lög um stjórnarráðið, lög um heilbrigðisþjónustu.)

2.        Réttindi sjúklinga (Lög um réttindi sjúklinga, lög um sjúkratryggingar)Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 13-17

1.        Gæði heilbrigðisþjónustu og eftirlit, viðbrögð vegna mistaka (Lög um landlækni     og lýðheilsu, lög um sjúklingatryggingu)

2.        Heilbrigðisstarfsmenn  (Lög um landlækni og lýðheilsu,  lög um      heilbrigðisstarfsmenn.)

3.        Heilbrigðisupplýsingar, skráning varðveisla, aðgangur (Lög um sjúkraskrár)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is