Ný bók: Þróun velferðarinnar frá 1988 til 2008

Út komin bókin Þróunar velferðarinnar frá 1988-2008. Bókin er afrakstur viðamikils norræns rannsóknarverkefnis sem hópur íslenskra fræðimanna tók þátt í. Markmiðið var að meta árangur norrænu velferðarríkjanna í breyttu þjóðfélagsumhverfi samtímans.  

Þessi bók beinir sjónum að Íslandi sérstaklega og spyr hvernig hinir ýmsu þættir velferðarmálanna hafa þróast á tveimur áratugum, frá gerð fyrstu norrænu lífskjarakönnunarinnar á Íslandi árið 1988 til hruns fjármálakerfisins haustið 2008.

Fjallað er um heildarmat lífskjara um 1988 og í lok tímabilsins, í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar, þróunina á einstökum sviðum velferðarkerfisins, þjónustu og tekjutilfærslur, skipulagsbreytingar og árangur.

Bókin samanstendur af 17 köflum eftir 16 höfunda, sem eru sérfræðingar á viðkomandi sviði.   

Guðný Björk Eydal og Stefán Ólafsson stjórnuðu verkefninu og ritstýra bókinni.

Eftirfarandi er efnisyfirlit bókarinnar:

Inngangur: Lífskjörin 1988 og 2008: Stefán Ólafsson

1. Velferðarríkið og þróun velferðarútgjaldanna: Stefán Ólafsson

2. Fjölskyldur og velferð: Guðný Björk Eydal

3. Fjölskyldur – umbreytingar, samskipti og skilnaðarmál: Sigrún Júlíusdóttir

4. Umfang vinnunnar í lífi Íslendinga, 1991-2008: Kolbeinn H. Stefánsson 

5. Þróun og einkenni þriðja geirans í velferðarþjónustu: Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir

6. Lífeyrisþegar – fjölgun og afkoma: Stefán Ólafsson

7. Þróun velferðar í þágu aldraðra: Sigurveig H. Sigurðardóttir

8. Félags- og velferðarþjónusta sveitarfélaga: Guðný Björk Eydal og Halldór S. Guðmundsson

9. Atvinnuleysi og vinnumarkaðsúrræði: Guðný Björk Eydal, Halldór S. Guðmundsson og Tómas Björn Bjarnason

10. Starfsendurhæfing, virkni og aðlögun að vinnumarkaði: Halldór S. Guðmundsson

11. Innflytjendur og velferðarkerfið: Unnur Dís Skaptadóttir, Guðný Björk Eydal og Hilma H. Sigurðardóttir

12. Þróun bótakerfisins 1988-2008. Réttindi og fjárhæðir einstakra bótaflokka: Arnaldur Sölvi Kristjánsson

13. Þróun tekjuskiptingarinnar 1992-2008: Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson

14. Viðhorf Íslendinga til launaójafnaðar: Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir

15. Vinna og heimilislíf: Þóra Kristín Þórsdóttir

16. Heilsa og lífskjör: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

17. Fátækt og fjárhagsþrengingar: Stefán Ólafsson og Guðný Björk Eydal

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gefur út.  Verkefnið var styrkt af RANNÍS og NordForsk (NCoE – REASSESS). Bókin er 365 bls. að stærð og fæst í Bóksölu stúdenta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is