7. mars kl. 12-13 Opinn fyrirlestur Uppljóstranir og áhrif tækniþróun á dreifingu upplýsinga

Opinn fyrir lestur.Uppljóstranir og áhrif tækniþróun á dreifingu upplýsinga - Whistleblowing in the Digital Age: Integrity Systems Research fimmtudaginn 7.  mars  2013 kl 12-13 í Norræna húsinu.

GLÆRUR

Fyrirlesari er Dr. Suelette Dreyfus  sem kynnir niðurstöður alþjóðlegra rannsókna á viðhorfum almennings til uppljóstrana og uppljóstrara og áhrif tækniþróunar á dreifingu upplýsinga.  Ísland var m.a. vettvangur rannsóknanna. Dr. Dreyfus er fræðimaður við Melbourne háskóla í Ástralíu og stýrir nú alþjóðlegri rannsókn þriggja virtra háskóla „The World Online Whistleblowing Survey”.

Hún skrifaði bókina Underground, Hacking, Madness and Obsession on the Electronic Frontiers árið 1997 ásamt Julian Assange, sem síðar varð stofnandi Wikileaks.  Bókin er undirstaða kvikmyndarinnar Underground – The Julian Assange story, sem frumsýnd var á Toronto Film Festival í september 2012. Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku á Íslandi,  Alþjóðamálastofnunar og Norræna hússins.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is