Ráðning og starfslok starfsmanna hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga

Námskeiðið  Ráðning og starfslok starfsmanna hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga verður haldið þriðjudaginn 9. apríl 2013 í stofu 101 húsnæði Endurmenntunar HÍ kl. 9-16. Kennari  er Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Þátttökugjald kr. 19.500,-

Skráning HÉR 

Einnig hægt að taka í fjarnámi.Markhópur er stjórnendur og starfsmenn hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.  

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvernig standa ber að öllum helstu ákvörðunum í málefnum opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til auglýsingar lausra starfa og meðferðar ráðningarmála samkvæmt lögum.  Þá verður einnig fjallað um hvaða lagalegu mörk stjórnunarvaldi yfirmanna eru sett og þær reglur sem gilda um starfslok opinberra starfsmanna. Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.

Námskeiðið tekur m.a. á eftirfarandi álitaefnum: Hvenær skylt er að auglýsa opinber störf, upplýsingaöflun um umsækjendur, réttur umsækjenda, svigrúm stjórnenda til að gera breytingar á verkefnum opinberra starfsmanna, skyldur starfsmanna hjá hinu opinbera, hvernig á að taka á málum þegar starfsmaður sinnir starfi sínu á ófullnægjandi máta og brottvikning starfsmanns.  Fjallað er um lagalegar afleiðingar mistaka við að taka á þessum málum.  Þátttakendur fá yfirlit yfir helstu álitamál i tengslum við starfsmannastjórn hjá hinu opinbera og möppu með helstu dómum og álitum umboðsmanns sem vitnað er til í námskeiðinu.

Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá London School of Economics and Political Science 2006. Kjartan starfaði sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis frá árinu 2002 og sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis frá árinu 2006 til 2009. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið. Hann starfar nú sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is