Ný stefna um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur

Ný stefna til fjögurra ára um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur var undirrituð þann 9. apríl sl. af Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Í stefnunni er fjallað um hvernig samþætta má umhverfissjónarmið góðum innkaupaháttum hjá ríkinu og hvernig opinberir aðilar geta gert rekstur sinn grænni. Hér er tengill á stefnuna.

Stefnan var kynnt á morgunverðarfundi þann 10 apríl sem haldinn var á vegum  á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Yfirskrift fundarins var Grænn opinber rekstur. Hversu vistvænn er opinber rekstur? Nýjar rannsóknarniðurstöður. Hvert stefnum við? Faglegur og fjárhagslegur ávinningur fyrir starfsemina.  Hér má finna glærur og upptöku af fundinum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is