19. apríl kl. 12-13 Opinn fyrirlestur Stjórnarkreppan mikla.

Opin fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings studaginn 19. apríl í Logbergi stofu 101. Stjórnarkreppan mikla. Hvers vegna munu stjórnarmyndunarviðræður ganga illa eftir alþingiskosningarnar í apríl 2013?

Fundarstjóri er Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður.

 

Síðustu tvo áratugi hefur gengið hratt og vel að mynda ríkisstjórnir á Íslandi. Áður fyrr var raunin hins vegar sú að stjórnarmyndunarviðræður tóku yfirleitt langan tíma. Langar stjórnarkreppur voru regla frekar en undantekning. Í fyrirlestrinum verða leidd rök að því að eftir þingkosningarnar fram undan muni aftur reynast erfitt að koma saman ríkisstjórn. Í því samhengi verður rakið hvers vegna það ferli gekk svo illa fyrr á tíð og hvers vegna á því varð síðan breyting til batnaðar. Jafnframt verður farið yfir atbeina forseta í stjórnarmyndunarviðræðum og litið á hvernig þær muni ganga, nái tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá einhvern tímann fram að ganga.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is