Opinn fundur 22. apríl kl. 12-13. Hver er staðan í íslenskum stjórnmálum 5 dögum fyrir kosningar

Mánudaginn 22.apríl kl. 12-13 í Odda st. 101. Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Dr. Stefanía Óskarsdóttir lektor í stjórnmálafræði:  Hver er staðan í íslenskum stjórnmálum fimm dögum fyrir Alþingiskosningar?

Talsverðar líkur eru á gjörbreyttu pólitísku landslagi eftir alþingiskosningarnar sem haldnar verða 27. apríl n.k.  Miklar sviptingar eru innan flokka, ný framboð hafa komið fram og fylgi flokka og framboða er á fleygiferð.  Stjórnmálafræðingarnir munu fjalla um stöðuna í íslenskum stjórnmálum     fimm dögum fyrir kosningar.  Umræðum stjórnar Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is