Opinn fundur 24. apríl kl. 12:15-13:15. Hvernig hegða kjósendur sér?

Opinn fundur miðvikudaginn 24. apríl kl. 12:15-13:15 í Odda st 101. Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur og doktorsnemi:  Hvernig hegða kjósendur sér?

Fjöldi nýrra framboða og miklar fylgissveiflur í skoðanakönnunum veldur því að líklega hefur aldrei verið eins erfitt að ráða í hegðun kjósenda og nú þegar alþingiskosningar eru rétt handan við hornið.  Í erindum sínum ræða  stjórnmálafræðingarnir um hegðun kjósenda. Ólafur Þ Harðarson ræðir Kosningasveiflur og nýir flokka og í erindi Evu Heiðau Önnudóttir doktorsnema í stjórnmálafræði  Nýir  kjósendur, gamlir flokkar?: Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka og  nálægð á hugmyndafræði fjallar hún m.a. um minnkandi tryggð kjósenda og minni áhrif vinstri-hægri nálægðar við stjórnmálaflokk á það sem fólk kýs.

Umræðum stjórnar Egill Helgason, þáttastjórnandi. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is