Morgunverðarfundur 24. apríl 2013. Markvissar umbætur í opinberum rekstri-leið til betri árangurs GLÆRUR

Næsti morgunverðarfundur verður haldinn 24. apríl 2013 á Grand  hótel Reykjavík. Fundurinn er í samstarfi Félags forstöðumanna ríkisstofnana, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Stofnunar stjórnsýslufræða og  stjórnmála við HÍ.

Markvissar umbætur í opinberum rekstri – leið til betri árangurs.

Betri árangur  og aukin gæði með notkun CAF-líkansins (Common Assessment Framework).

 

Dagskrá:

1.    Ávarp: Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.

2.    CAF sjálfsmatslíkan – verklag til að ná betri árangri. Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. GLÆRUR

3.    Að skara fram úr: CAF 2013 handbókin. Haraldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Artemis. GLÆRUR

4.    Ávinningur af notkun CAF í opinberri starfsemi-reynslusögur:

-CAF og vottað gæðakerfi skv. ISO9001. Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, gæðastjóri hjá Geislavörnum ríkisins. GLÆRUR

-Að gera það sem gera þarf – og gera það vel: CAF vegvísir að bættum ríkisrekstri . Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.GLÆRUR

Fundarstjóri er Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Við fengum það sem við vildum; heilsteypta mynd af „öllum“ þáttum rekstursins, aðstoð við forgangsröðun verkefna, upplýsingar um árangur - hvar við vorum að gera góða hluti og hvar við gátum gert betur. Rekstrarþættir sem ekki höfðu verið greindir áður voru skoðaðir og við söfnuðum nýjum upplýsingum vegna sjálfsmatsins og nýttum betur tiltækar upplýsingum. Það sem ekki skipti hvað síst máli var að eftirfylgni varð eðlilegur þáttur í hverri aðgerð. CAF kerfið er sniðið að opinberum rekstri og býður upp á beinan samanburð við fjölda erlendra stofnana og aðgang að miklu magni gagnlegra upplýsinga frá EIPA án kostnaðar.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar um reynslu sína af notkun á CAF gæðalíkansins.

CAF- sjálfsmatslíkanið (Common Assessment Framework) er matsrammi og verkfæri til að rýna og meta stöðu og árangur opinberra stofnana með sjálfsmati. CAF var fyrst kynnt í Evrópu um aldamótin síðustu og hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin; notendur eru orðnir yfir 3000, í flestum ríkjum Evrópu, í Asíu, Mið-Ameríku og víðar. CAF-líkanið var sérstaklega hannað fyrir opinbera geirann og getur aðstoðað stofnanir við að nota aðferðir gæðastjórnunar til að bæta árangur í starfseminni.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið í samvinnu við velferðarráðuneytið hafa á síðustu mánuðum prufukeyrt CAF hjá nokkrum opinberum stofnunum m.a. til að meta áhrif þess á starfsemi íslenskra stofnana. Á fundinum verður CAF-sjálfsmatslíkanið og ný handbók um aðferðafræðina kynnt, auk þess sem tvær stofnanir munu ræða hvernig þær hafa nýtt CAF aðferðafræðina til að gera markvissar umbætur í starfsemi sinni.   Frekari upplýsingar um CAF sjálfsmatslíkan má finna á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins HÉR

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is