Útgáfa veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýslaÍ tilefni af útkomu vorheftis veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla verður boðið til útgáfuhófs miðvikudaginn 26. júni í Odda stofu 101 kl. 16.30. Útgáfuhófið hefst með stuttum fyrirlestrum höfunda tveggja greina sem birtast í vorhefti 2013:

  • Dr. Baldur Þórhallsson prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ ræðir grein sem hann ritar ásamt Alyson Bailes og Rachael Lorna Johnstone sem ber yfirskriftina Scotland as an independent small state: Where would it seek shelter?.  
  • Þorsteinn Kristinsson stjórnmálafræðingur fjallar um greinina Iceland´s External Affairs from 1400 to the Reformation: Anglo-German Economic and Societal Shelter in a Danish Political Vacuum, en hann er höfundur greinarinnar ásamt Baldri Þórhallssyni prófessor.      

Fyrirspurnir og umræður verða að loknum erindum til ca. kl. 17.15  og þar á eftir hefst móttaka á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í Odda, 3. hæð.   

Fundarstjóri er dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast tólf fræðigreinar, ein almenn grein, auk tveggja bókadóma.  Greinarnar fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska og erlenda háskóla.Með bestu kveðjum frá ritstjórn, forstöðumanni og vefstjóra.

Gunnar Helgi Kristinsson

Baldur Þórhallsson

Margrét S. Björnsdóttir

Ómar H. Kristmundsson

Þorgerður Einarsdóttir

Ásta Möller

Haukur Arnþórsson

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is