Þrjú íslensk verkefni hafa verið valin sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni hjá EPSA (European Public Sector Awards)

Þrjú íslensk nýsköpunarverkefni hafa verið valin sem framúrskarandi verkefni (best practice) hjá EPSA (European Public Sector Awards) og eru því komin í undanúrslit fyrir Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu 2013. Tvö verkefni, Sign Wiki frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnaskertra og LibroDigital frá Blindrabókasafni Íslands, voru tilnefnd í flokknum „Verkefni innan Evrópu og á landsvísu“ (Europe and national).  Verkefnið Samfélagsmiðlar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilnefnt í flokknum „Staðbundin verkefni“(Local and Supra-Local).  Úrslitin koma í ljós 25.-27. nóvember í Maastricht í Hollandi sem er heimaborg EPSA. Þar verða veittar viðurkenningar til heiðursverkefna, annars vegar í flokki landamæraverkefna og hins vegar í flokki samstarfsverkefna ríkisstofnana, öll verkefni sem voru valin framúrskarandi fá viðurkenningu, tilnefnd verkefni fá tækifæri til að kynna sig og að lokum verða aðalverðlaunin veitt í flokkunum þremur:  Verkefni innan Evrópu og á landsvísu (Europe and national), Svæðisbundin (Regional) og Staðbundin (Local and Supra-Local).

Verkefnið Sign Wiki fékk verðlaun fyrir bestu nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2012, LibroDigital fékk viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2012 og verkefnið Samfélagsmiðlar fékk viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri 2011.

EPSA verðlaunin 2013 (European Public Sector Award) eru haldin nú haldin í þriðja sinn af EIPA (European Institute of Public Administration).

Heimasíða EPSA Verðlaunanna

Öll verkefnin sem tilnefnd eru sem framúrskarandi verkefni  (EPSA2013)

Heimasíða EIPA

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is