Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið

Athygli er vakin á eftirfarandi fundi á vegum forsætisráðuneytisins og Viðskiptaráðs Íslands mánudaginn 2. sept.n.k.

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið, mánudaginn 2.september næstkomandi.  Þar munu erlendir sérfræðingar greina frá því hvernig helst megi ná árangri á þessu sviði. Fundurinn fer fram á Grand Hóteli Reykjavík milli klukkan 12:00 og 14:00 í fundarsalnum Gullteigi. Þátttökugjald er kr. 3.500.  Skráning á vef Viðskiptaráðs Ísland.

Dagskrá hádegisverðarfundarins:

Ávarp forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Lykilatriði fyrir bætt regluverk; þ.m.t. hugleiðingar um reynslu Breta af

One In, Two Out,Michael Gibbons, formaður Regulatory Policy Committee

Hvað er reglubyrði og hvernig mælum við hana? Peter Bex, SIRA-Consulting

Samspil átaksverkefna á landsvísu og alþjóðlegs samstarfs, Nick Malyshev, yfirmaður Regulatory Policy Division, OECD

Spurningar og svör.

Fundarstjóri: Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já

upplýsingaveitna***

Hádegisverðarfundurinn er liður í að undirbúa aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar á þessu sviði. Að aðgerðaáætluninni koma m.a. öll ráðuneyti og ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur þar sem eiga sæti fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Viðskiptaráðs Íslands.Nánari upplýsingar um fyrirlesara og skráningu:

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7671

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is