Námskeið 20. september 2013: Árangursrík upplýsingamiðlun til að lágmarka skaða við áföll

Árangursrík upplýsingamiðlun til að lágmarka skaða við áföll   „...þetta er á fréttastofu RÚV, við erum með upplýsingar hjá okkur úr skýrslu, sem merkt er trúnaðarmál...“

Hefur þú sem forstöðumaður fengið svona eða álíka símtal eða óttast að fá slíkt símtal? Hver er réttu viðbrögðin? Hvernig má lágmarka hugsanlegan skaða fyrir ímynd stofnunarinnar?

Hagnýtt námskeið og vinnustofa um upplýsingamiðlun og áfallastjórnun sérstaklega skipulögð fyrir forstöðumenn opinberra stofnana og staðgengla þeirra 20. september 2013 kl. 13:00 – 17:00 í samstarfi Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Þátttökugjald kl. 18.500,-  Skráning:hafa samband við astam@hi.is  Staðsetning:  Stofa 101 Neshaga, húsnæði Lyfjafræðideildar HÍ.  Fjöldi takmarkaður við 25-30 manns.  

Leiðbeinandi: Katrín Pálsdóttir MS og kennari í HÍ og HR

Gestafyrirlesari: Þórir Ingvarsson umsjónarmaður samfélagsmiðla hjá Lögreglunni í Reykjavík. Stofnanir og fyrirtæki leggja mikla vinnu í að byggja upp jákvæða ímynd af starfsemi sinni og veita almenningi góða þjónustu.  Þessi vinna getur orðið að engu ef áfall dynur yfir og ekki er brugðist rétt við.

Á námskeiðinu verður fjallað um upplýsingamiðlun og áfallastjórnun/áfallaáætlanir og á hvern hátt þessir þættir eru notaðir til að hafa áhrif á ímynd stofnana/fyrirtækja.

Farið er yfir viðbrögð leiðtoga við áfalli, við hvaða aðstæður þeir eiga að vera talsmenn og hvenær þeir eiga að stíga fram og biðjast afsökunar fyrir hönd stofnunar/fyrirtækis.

Fjölmiðlar/samfélagsmiðlar eru spegill samfélagsins á hverjum tíma en um leið eru þeir mótunarafl með því einu að veita sumum málum athygli en öðrum ekki. Rætt er um vinnubrögð þeirra og möguleika til að nýta þá og samfélagsmiðla til gagns fyrir stofnunina.  

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, hópavinnu og umræðum.  

Katrín Pálsdóttir, MA, er kennari við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Hún hefur m.a. kennt upplýsingamiðlun, mannauðsstjórnun og leiðtogafræði á meistarastigi, í grunnnámi og í MBA námi í HÍ. Katrín starfaði lengi við fjölmiðla sem dagskrárstjóri og fréttamaður hjá RÚV. Katrín er doktorsnemi  við HÍ og er hún að rannsaka upplýsingamiðlun hjá hinu opinbera.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is