Morgunverðarfundur 7. október 2013: Fjárlagafrumvarpið 2014 og áhrif á opinbera starfsemi

Morgunverðarfundur 7. október kl. 8:30-9:45 á Grand hótel Reykjavík.  Morgunverður frá kl. 8:00. Á vegum Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Efni fundarins er Fjárlagafrumvarpið 2014 og staða ríkisfjármála.  Hvaða breytingar eru framundan í opinberri starfsemi? 

Þátttökugjald er kr. 4400,- morgunverður innifalinn. Skráning HÉR.

Á fundinum mun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ræða stöðu og horfur í ríkisfjármálum, og áform ríkisstjórnarinnar um áherslubreytingar í  ríkisrekstri. 

Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ  og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka munu bregðast við ræðu fjármála- og efnahagsráðherra og leggja fyrir hann spurningar.  Síðan verða almennar fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri er Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is