Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum

Mán, 09/30/2013 - 12:57 -- hrefna

Hagnýt vinnusmiðja sérstaklega skipulögð fyrir forstöðumenn opinberra stofnana og staðgengla þeirra.

Tveir hálfir dagar, 17. og 18. október 2013 kl. 13:00-17:00 í stofu 101 í húsnæði Lyfjafræðideildar HÍ við Neshaga.

Vinnusmiðjan er samstarfsverkefni Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Þátttökugjald kr.  34.500,- 

Hámarksfjöldi þátttakenda er 25-30 manns.  

Leiðbeinandi er Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi hjá Strategíu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Gestafyrirlesari er Guðjón Steingrímsson, framkvæmdastjóri hjá RB.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is