Námskeið 25. október 2013: Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012

Námskeiðið "Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012" verður haldið 25. október 2013 kl. 8.30-12.30 í húsnæði Endurmenntunar HÍ við Dunhaga.Námskeiðið er haldið í samvinnu við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Lúxemburg.

Stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.

Námskeiðið hefur fengið afburðamat þátttakenda.

Þátttökugjald 12.500,-

Skráning á námskeiðið

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvaða rétt almenningur á til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Fjallað verður um það hvenær lögin gilda og hvaða undanþágur eru frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs. Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.

Markhópur: Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra.  Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum. Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.  

Nánar um efni námskeiðs:  Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni í tengslum við beitingu upplýsingalaga:

•    Um hvaða starfsemi ríkis og sveitarfélaga gilda lögin? Gilda þau um eignarhald hins opinbera á fyrirtækjum og að hvaða marki?

•    Hvernig á að setja fram beiðni um aðgang að gögnum? Gera lögin ef til vill of ríkar formkröfur í þessu efni?

•    Hvenær er réttlætanlegt fyrir stjórnvöld að synja beiðnum um upplýsingar? Hver er munurinn á upplýsingum sem stjórnvöldum er heimilt en ekki skylt að láta af hendi samkvæmt lögunum og upplýsingum sem stjórnvöld bera þagnarskyldu um?

•    Hvert geta menn leitað þegar beiðni þeirra um upplýsingar er synjað?

•    Hvernig eiga stjórnvöld að standa að skráningu mála þannig að upplýsingalögin hafi tilætluð áhrif?

Í kennslunni verður að verulegu leyti stuðst við raunhæf dæmi og verkefni þannig að þátttakendur öðlist færni í því að leysa sjálfir úr þeim viðfangsefnum sem koma til kasta þeirra á grundvelli upplýsingalaga.

Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá London School of Economics and Political Science 2006. Kjartan starfaði sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis frá árinu 2002 og sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis frá árinu 2006 til 2009. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið. Hann starfar nú sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is