Hvert fer skatturinn? Ný heimasíða.

Skýrslutæknifélag Íslands hélt ráðstefnuna " Réttur til að vita..." þann 27. september sl. í tilefni af „International Right to Know Day“ sem  haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt. Á ráðstefnunni var vefurinn hvertferskatturinn.is opnaður. Vefurinn er gerður af Tryggva Björgvinssyni sem vinnur fyrir The Open Knowledge Foundation. Gögnin sem birtast á vefnum koma frá Fjársýslu ríkisins sem gaf þau út á opingogn.is. Þau byggja á árshlutauppgjöri Fjársýslunnar og hafa verið flokkuð samkvæmt COFOG staðli Sameinuðu þjóðanna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is