Upptaka frá fundi með fjármála- og efnahagsráðherra um fjárlögin

Watch live streaming video from logreglan at livestream.com
Um 220 manns mættu á morgunverðarfund um fjárlagafrumvarpið og stöðu ríkisfjármála þann 7. október sl. á Grand hótel Reykjavík. Á fundinum ræddi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra stöðu og horfur í ríkisfjármálum, og áform ríkisstjórnarinnar um áherslubreytingar í  ríkisrekstri.

Í pallborði sátu Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ  og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.  Þau brugðust við ræðu ráðherra og lögðu fyrir hann spurninga. Að því loknu voru almennar fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri var Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is