29. október. Morgunverðarfundur Nýskipan í opinberum fjármálum GLÆRUR

Nýskipan í opinberum fjármálum- Heildstæð stefnumótun, aukið samráð og nýjar áherslur við framkvæmd fjárlaga

Nýtt frumvarp um opinber fjármál til kynningar og umræðu. Hver eru áhrifin á rekstrarumhverfi stofnana ríkis og sveitarfélaga?

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands boða til morgunverðarfundar þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík

Sérstaklega ætlað stjórnendum hjá ríki og sveitarfélögum og starfsmönnum ráðuneyta.

Þátttökugjald er kr. 4400,-  morgunverður innifalinn.   Skráning  HÉR  Dagskrá hefst kl. 8:30, morgunverður frá kl. 8:00.

Dagskrá:

1.Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og formaður stýrinefndar sem vann að endurskoðun á lögum um fjárreiður ríkisins. Nýtt frumvarp um opinber fjármál - kynning. Glærur Guðmundar

2.Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hver verða áhrifin á sveitarfélögin í landinu?

Glærur Karls

3.Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri. Breytt vinnulag við fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga. Hvað þýðir það fyrir stjórnendur hjá hinu opinbera? Glærur Ólafs

4.Gunnar Hall, fjársýslustjóri. Ný framsetning reikningsskila - betri yfirsýn, aukið gagnsæi. Glærur Gunnars

Umræður

Fundarstjóri: Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Um nokkra hríð hefur verið kallað eftir breyttu verklagi við stefnumörkun um opinber fjármál og að ríki og sveitarfélög gangi í takt í efnahagslegu tilliti. Á sama hátt hefur athyglin beinst að rekstrarumhverfi stofnana og hvernig það megi bæta t.a.m. með frekari áherslu á áætlunargerð, þjónustumarkmið og greiðara upplýsingaflæði milli stjórnvalda og stjórnenda stofnana ríkisins.  

Á undanförnum misserum hefur stýrinefnd sem skipuð var af ráðherra fjármála unnið að heildarendurskoðun fjárreiðulaga nr. 88/1997. Afrakstur þeirrar vinnu er nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál sem stefnt er að leggja fram á Alþingi í nóvember 2013. Markmið endurskoðunar fjárreiðulaga var að tryggja að hér á landi yrði mynduð umgjörð um stjórn opinberra fjármála sem tæki mið af nútímaverklagi og væri í samræmi við bestu aðferðarfræði sem þekkist.   

Á fundinum verður nýtt frumvarp um opinber fjármál til kynningar og umræðu og rætt um áhrif þess á rekstrarumhverfi stofnana ríkisins og sveitarfélaga verði það að lögum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is