Til höfunda greina sem hafa birst í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla 2005-2013 um höfundarétt á greinum.

Ritstjórn og útgefandi tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla hafa á undanförnum misserum unnið að skráningu tímaritsins í erlenda gagnagrunna fræðigreina og samtök útgefenda tímarita í opnum aðgangi í þeim tilgangi m.a. að tryggja meiri dreifingu og áhrif greina sem birtast í tímaritinu.

Tímaritið hefur þegar fengið inngöngu í Cross Ref Publishers International Linking Association (PILA) sem úthlutar DOI númerum og hafa allar greinar tímaritsins frá upphafi fengið DOI númer.  Þetta er forsenda skráningar í gagnagrunna. Jafnframt hefur tímaritið gerst meðlimur í Open Access Scholarly Publishers Association (OASPA), Directory of Open Access Journal (DOAJ) og EBSCO gagnagrunninn.  Unnið hefur verið að því að setja tímaritið upp í Open Journal Systems (OJS) kerfinu og verður sú útgáfa opnuð með formlegum hætti í desember næstkomandi, en geta má þess að Google Scholar Metrics mæla með upptöku OJS fyrir tímarit sem vilja að upplýsingar um efni þeirra birtist þar. Tímaritið hefur fengið tilboð um skráningu í ProQuest gagnagrunninn og beðið er svara frá Scopus og ISI Thomson Reuter Web of Science.

Forsenda þess að skrá tímaritið í erlenda gagnagrunna eins og ProQuest, ISI Thomson Reuter Web of Science og fleiri viðurkennda gagnagrunna er að tímaritið hafi höfundarétt/útgáfurétt (copyright) á greinum eða fái leyfi frá þeim sem hafa höfundarétt til að framselja afnotarétt af efni greina sem birtast í tímaritinu til erlendra gagnagrunna.

Farið er fram á að höfundar greina sem birst hafi í tímaritinu 2005-2013 veiti tímaritinu rétt til að framselja afnotarétt af efni greina sinna til erlendra gagnagrunna.  Vert er að benda á augljósa gagnkvæma hagsmuni útgefanda og greinahöfunda að þetta leyfi verði veitt. Þess má geta að fram til þessa hefur höfundaréttur greina sem birtist í tímaritinu legið hjá höfundi sjálfum og verður svo áfram.

Hafi höfundar ekki samband og lýsi óskum um annað í síðasta lagi 8. nóv. n.k.  verður gengið út frá að þeir samþykki fyrir sitt leyti áform tímaritsins.----------

To authors of articles published in the journal Stjórnmál og stjórnsýsla (StogSt) 2005-2013 regarding copyright.

The editors and publisher of Stjórnmál og stjórnsýsla have been working on registrating the journal in international academic databases and acquiring membership in associations of publishers of open access journals. The purpose is to ensure more distribution and impact of papers published in our journal.

Stjórnmál og stjórnsýsla has already been admitted to Cross Ref Publishers International Linking Association (PILA) who allocates DOI numbers, which is a prerequisite for registration in international academic databases. All articles publish in StogSt  from the beginning have now been allocated a DOI number.  StogSt has become a member of Open Access Scholarly Publishers Association (OASPA), Directory of Open Access Journal (DOAJ) and the EBSCO database.   For the past few months we have been importing the entire content of the journal to the Open Journal Systems (OJS) and the next volume due in in December 2013 will open formally in the new system.  Google Scholar Metrics recommends the use of OJS for journals that want to register their material in their database. StogSt has been offered to join ProQuest and we are awaiting answers from Scopus and ISI Thomson Reuter Web of Science.

The prerequisite for registering a journal in international academic databases like  ProQuest, ISI Thomson Reuter Web of Science is that the journal owns the copyright or have been granted permission by the copyright holder to sub-license their content.

With this letter we are asking authors that have published their paper in Stjórnmál og stjórnsýsla –the period 2005-2013 - to grant the journal permission to sub-licence the content of their articles to academis databases. We would like to point out the obvious mutual interests of authors and the publisher that this permission is granted. The author himself/herself  will, as before, hold the copyright of his/her paper.

If an author does not contact us with his/her reservations or objections before Nov 8th 2013 regarding this matter, we will assume that he/she accepts the proposed changes.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is