Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur í dag ráðið Ásmund Einar Daðason, alþingismann og formann hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem aðstoðarmann sinn. Ásmundur mun starfa samhliða Jóhannesi Þór Skúlasyni núverandi aðstoðarmanni forsætisráðherra.

Um tímabundna ráðningu er að ræða og mun Ásmundur m.a. halda utan um ýmis verkefni sem forsætisráðherra vinnur að, sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ásmundur mun áfram sinna þingstörfum og þiggur engin laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra. Hann mun hefja störf frá og með deginum í dag.

 

Tekið af vef forsætisráðuneytisins:

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7782

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is