Góður árangur á Evrópsku nýsköpunar-verðlaununum í opinberum rekstri

Tvö íslensk nýsköpunarverkefni komust í úrslit Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í opinberum rekstri (European Public Sector Awards - EPSA) en þau voru afhent í Maastricht í gær í fjórða sinn. Þetta eru SignWiki sem þróað var af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Samfélagsmiðlar lögreglunnar sem þróað var af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskar stofnanir taka þátt í keppninni. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og er keppt í þremur flokkum.  Samtals voru 15 verkefni í úrslitum, fimm í hverjum flokki.  SignWiki keppti í flokki sem kallast Evrópu/ríkjaflokkur og keppti í úrslitum við verkefni frá Spáni, Ítalíu, Tyrklandi og Póllandi.  Verkefni um gagnsæi frá Ítalíu sigraði í Evrópu/ríkjaflokknum.  Samfélagsmiðlar lögreglunnar var  í flokki sem kallast héraðs/svæðisbundinn flokkur og  keppti við tvö verkefni frá Póllandi, eitt frá Luxemborg og eitt frá Ítalíu. Orkuverkefni frá Póllandi sigraði í héraðs/svæðisbundna flokknum.Allar opinberar stofnanir í Evrópu á öllum stjórnsýslustigum geta tekið þátt í EPSA, einnig ríkisfyrirtæki og samstarfsverkefni ríkis og einkaaðila.  Frá því verðlaunin voru fyrst veitt árið 2007 hafa yfir 1.000 tilnefningar vegna þeirra borist EPSA. Í ár voru 230 verkefni frá 26 ríkjum og stofnunum ESB tilnefnd til verðlaunanna. Flestar tilnefningarnar komu frá Spáni, 46,  og Póllandi, 36, en fimm bárust frá Íslandi.EIPA (European Institute of Public Administration), veitir verðlaunin en stofnunin hefur í yfir 30 ár verið leiðandi í rannsóknum, þjálfun og ráðgjöf á sviði opinberrar stjórnunar og stjórnsýslu.  Stofnunin heldur t.a.m. námskeið fyrir meira en 10 þúsund opinbera starfsmenn á ári hverju og hafa margir Íslendingar sótt námskeið EIPA

 

Heimild:http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/17429

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is