Vefur um geðrækt opnaður við Háskóla Íslands

Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs, opnaði
sérstakan vef um geðrækt við Háskóla Íslands á Háskólatorgi þann 25.
febrúar.

Markmið vefsins er að skapa jákvæða umræðu um geðheilsu og vekja
athygli fólks á hárri tíðni álagsþátta meðal háskólanema. Einnig er
ætlunin með vefnum að auka þekkingu stúdenta, starfsfólks og almennings
á einkennum helstu geðraskana og veita upplýsingar um þá þjónustu sem
er í boði hér á landi.

Þessari nýju upplýsingamiðlun er þannig í senn ætlað að upplýsa
nemendur, starfsfólk Háskóla Íslands og almenning um stuðningsúrræði og
vinna gegn fordómum í garð geðraskana. Vefurinn verður öllum opinn og
er á slóðinni http://www.ged.hi.is/

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is