Hvað afmarkar landamæri ríkja?

Opinn fyrirlestur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Alþjóðamálastofnunar föstudaginn 6. desember 2013  kl. 12-13 í Lögbergi stofu 101. Dr. Emmanuel Brunet-Jailly er dósent í stjórnsýslufræðum við University of Victoria, British Columbia, Kanada. Hann var gestaprófessor við Háskóla Íslands 2009.    

Dr. Brunet-Jailly leiðir hóp um 100 fræðimanna frá 21 háskóla í 11 löndum sem vinna að rannsókn um landamæri á 21. öldinni - Borders in Globalisation.Í fyrirlestrinum mun hann kynna rannsóknina og þau álitamál sem tekist er á við. 

Fundarstjóri er Stefanía Óskarsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ.

Samkvæmt almennum skilningi afmarkast landamæri ríkja af landsvæðum.  Þessi skilgreining dugar hins vegar skammt þegar skilgreina á rétt ríkja yfir hafsvæðum eins og t.d. á Norðurslóðum eða innri landamæri ríkja svo sem innan ESB. Skýrt dæmi um þetta er einnig mál Edward Snowden sem flúði til Rússlands eftir að hafa dreift leyndarskjölum frá öryggisráði Bandaríkjanna.  Þar dvaldi hann í tvær vikur á flugvellinum í Moskvu, en rússnesk yfirvöld héldu því samt fram að hann væri ekki á rússneskri grund.  Tilgangur rannsóknarinnar Borders in Globalisation er að skapa þekkingu og skilning á landamærum sem fyrirbæri. Horft er til þátta eins og öryggismála, viðskipta og búferlaflutninga sem hluti alþjóðavæðingar,en einnig hvernig tækniþróun, sjálfsákvörðunarréttur og svæðaskipting hefur áhrif á landamæri og afmörkun landamærasvæða eins og t.d. í Evrópu.  

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is