Útgáfuboð við opnun Stjórnmál og stjórnsýsla 2. tbl. 9. árg. 19. des. kl. 16:30

Útgáfuboð í tilefni af útkomu 2. tbl., 9. árg. veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 19. desember kl. 16.30 í Odda stofu 101 með stuttum fyrirlestrum höfunda tveggja greina sem birtast í hausthefti 2013:

Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri ræðir grein  sína Pólítísk markaðsfjölmiðlun og  Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands kynnir grein sína Well being in the Nordic countries: An International Comparison.    

Fyrirspurnir og umræður verða að loknum erindum til ca. kl. 17.30  og síðan móttaka á eftir á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í Odda 3. hæð.

Þá verður tímaritið opnað með nýju útliti í Open Journal Systems, ritstjórnar- og dreifingarkerfi.   

Fundarstjóri er dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast sextán fræðigreinar, ein almenn grein, auk sautján bókadóma.  Greinarnar fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska og erlenda háskóla.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is