Nýtt tölublað Stjórnmál og stjórnsýsla er komið út

Nýtt tölublað veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla 2. tbl., 9.árg. 2013 er komið út. Það er aðgengilegt á  http://www.stjornmalogstjornsysla.is/  eða www.irpa.is

Tímaritið kemur nú út í nýju útliti. Það hefur verið sett upp í Open Journal Systems ritstjórnar- og dreifingarkerfinu. Veftímaritið er gefið út í íslensku og ensku viðmóti og hefur fengið enskt heiti jafnhliða hinu íslenska: Icelandic Journal of Politics and Administration.  Þá hefur tímaritið verið skráð í erlenda gagnagrunna, Proquest, EBSCO og greinar tímaritsins hafa verið gerðar aðgengilegar í Google Scholar.  Tímaritið er í matsferli hjá ISI Thomson Reuters og Scopus. Þessum breytingum hjá tímaritinu er m.a. í lýst grein Hauks Arnþórssonar sem birtist  sem almenn grein í þessu hefti. 

Í ritinu eru 17 greinar, þar af sextán ritrýndar greinar og ein grein almenns eðlis auk 16 bókadóma. Þær eru aðgengilegar á vef tímaritsins, en beinir tenglar á greinarnar fylgja hér fyrir neðan. Höfundar eru fræðimenn við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík og í erlendum háskólum,  auk annars fagfólks í íslenskri stjórnsýslu.

Stjórnmál og stjórnsýsla -vefrit- 2. tbl. 9. árgangur 2013:

Fræðigreinar í 2. tbl. 2013:

1. Gunnar Helgi Kristinsson. Raunhæf skynsemi eða stefnufálm? Samband þings og framkvæmdarvalds við undirbúnings opinberrar stefnumótunar.

2. Jónína Einarsdóttir og Helga Finnsdóttir. Staðgöngumæður: Frjálsar og fórnfúsar konur.

3. Maximilian Conrad. A Small-States Perspective on the European Citizens’ Initiative.

4. Ásdís A. Arnalds,  Guðný Björk Eydal og Ingólfur V. Gíslason. Equal rights to paid parental leave and caring fathers- the case of Iceland.

5. Stefán Ólafsson. Well being in the Nordic countries: An International Comparison.

6. Agnar Hafliði Andrésson og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Er heilsa metin með hlutfallslegum eða algildum hætti?

7. Helgi Gunnlaugsson. Fíkniefni, íslenskt samfélag og nýir kostir í stefnumótun.

8. Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir. Þjónandi forysta og rannsóknir hér á landi.

9. Hjördís Sigursteinsdóttir.  Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga.

10. Njörður Sigurjónsson. Íslensk menningarstefna.

11. Ólafur Ísleifsson. Pension benefits outside of the pension system.

12. Þórólfur Matthíasson. Verðtrygging , þjóðarsátt og inntak kjarasamninga.

13. Birgir Guðmundsson. Pólítísk markaðsfjölmiðlun.

14. Alyson Bailes og Beinta í Jákupsstovu. The Faroe islands and the Arctic: Genesis of a strategy.

15. Friðrik Eysteinsson, Dagbjört Ágústa H. Diego og Kári Kristinsson. Ímynd ESB meðal íslenskra kjósenda og áherslur í umræðunni um aðild.

16. Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir. Hlutverk sjálfboðaliðans.

Almennar greinar

1.  Haukur Arnþórsson. Útgáfa fræðirita á netinu.

Bókadómar:

1. Steingrímur J. Frá Hruni og heim. Höfundur:  Björn Þór Sigbjörnsson. Bókadómur eftir  Ólaf Þ. Harðarson.

2.  Stjórnsýsluréttur-málsmeðferð. Höfundur:  Páll Hreinsson. Bókadómur eftir Hafstein Dan Kristjánsson.

3. Ár Drekans. Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum. Höfundur: Össur Skarphéðinsson. Bókadómur eftir Ólaf Ísleifsson.

4. Í þágu þjóðar. Höfundur: Friðrik G. Olgeirsson. Bókadómur eftir Gylfa Magnússon.

5. Frásagnir af Íslandi ásamt óhróðri Göries Peerse og Dithmars Blefkens um land og þjóð. Umsjón með útgáfu: Gunnar Þór Bjarnason og Már Jónsson. Bókadómur eftir Ólaf Rastick.

6. Europeanization and the EEA. Iceland´s Participation in the EU´s Policy Process. Höfundur: Jóhönna Jónsdóttir. Bókadómur eftir Maximillian Conrad.

7. Fötlun og menning. Íslandssagan í öðru ljósi. Ritstjórar: Hanna B. Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson og Kristín Björnsdóttir. Bókadómur eftir Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur.

8. Hlutafélagaréttur. Höfundur: Stefán Már Stefánsson. Bókadómur eftir Davíð Þór Björgvinsson.

9. Ástarsaga Íslendinga að fornu. Höfundur: Gunnar Karlsson. Bókadómur eftir Hannes H. Gissurarson.

10. Búsáhaldabyltingin. Höfundur: Stefán Gunnar Sveinsson. Bókadómur eftir Baldvin Bergsson.

11. Ísland ehf. - Auðmenn og áhrif eftir hrun. Höfundar: Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson. Bókadómur eftir Gunnlaug A. Júlíusson.

12. Opinber tengsl Íslands við Sovétríkin/Rússland 1943-2008. Umsjón: Utanríkisráðuneytið. Bókadómur eftir Kjartan Emil Sigurðsson.

13. Alþjóðastjórnmál – Samvinna/Átök/Umhverfisógn. Höfundur: Stefán Karlsson. Bókadómur eftir Auðun Arnórsson.

14. Efst á baugi-æviminningar . Höfundur: Björgvin Guðmundsson. Bókadómur eftir Hannes H. Gissurarson.

15. Ferðamál á Íslandi. Höfundar: Edward Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson. Bókadómur eftir Ólöf Ýrr Atladóttir.

16. Forystumaður úr Fljótum – æviminningar Ólafs Jóhannessonar prófessors og forsætisráðherra. Höfundur: Ólafur Jóhannesson. Bókadómur eftir Ólaf Þ. Harðarson.

-------------------------------

Hægt er að gerast áskrifandi að prentaðri útgáfu Tímaritsins STJÓRNMÁL OG STJÓRNSÝSLA, sem kemur úr einu sinni á ári, næst í febrúar 2014 með fræðigreinum sem birtast á vefnum 2013.   Gerast áskrifandi

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is