Lýsing-námskeið í stjórnsýslurétti 2014

Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn stjórnsýslu ríkisins, ráðuneyta og stofnana, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga -námskeið 27. janúar – 5. mars  2014.

Í tíunda skiptið bjóða forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana) og starfsmenn sveitarfélaga, sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum getur það einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar. Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og lesa kennslurit. Eftir atvikum verður varpað upp stuttum raunhæfum verkefnum sem farið verður sameiginlega yfir í tímum.

Kennarar: Umsjónarmaður og aðalkennari er Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar eru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis, Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Tími- kennsluefni- verð: Kennt verður í alls 54 kennslustundir, í 12 skipti tvisvar í viku að jafnaði á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 14:00- 17:00. Í þriðju viku námskeiðsins er kennt fimmtudag og föstudag, 13. og 14. febrúar kl. 14-17. Námskeiðið hefst 27. janúar og lýkur 5. mars. Þátttökugjald er kr. 54.000, -. Innifalin eru ljósrituð kennslugögn, en nemendur afli sjálfir fræði- og kennslurita, sem líklega eru flest til hjá viðkomandi stofnun eða fást keypt í Bóksölu stúdenta (sjá lista hér að neðan).

Staðsetning: Kennt verður í húsnæði Endurmenntunar HÍ við Dunhaga.  

Á námskeiðinu verður farið yfir málsmeðferðarreglur sem notaðar eru við töku stjórnvaldsákvarðana á fyrsta stjórnsýslustigi. Helstu lög sem kennd verða eru: Stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012. Einnig er vikið að lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og gerð grein fyrir óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins.

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og nái tökum á helstu réttarreglum um meðferð stjórnsýslumála þar sem taka á stjórnvaldsákvarðanir. Því meginmarkmiði má skipta upp í tvö undirmarkmið:

1. Þekking / skilningur

-Að nemendur þekki meginhugtök stjórnsýsluréttarins

-Kunni þær meginreglur sem stjórnsýslukerfi ríkisins er byggt á.

-Kunni þær málsmeðferðarreglur sem fylgja ber við töku stjórnvaldsákvarðana. 

-Öðlist innsýn í meginvandamál stjórnsýslunnar við meðferð stjórnsýslumála og geri sér grein fyrir þeim leiðum sem eru færar til þess að leysa þau.

2. Færni / leikni

-Nemendur nái valdi á því að beita málsmeðferðarreglum stjórnsýslu­réttarins.

-Nemendur gera raunhæf verkefni sem farið verður yfir í tíma.

-Nemendum ber að taka virkan þátt í umræðum í tímum.

Námsefnislisti: Birt með fyrirvara um breytingar:

Bækur og bókahlutar:

1) Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – skýringarrit, Reykjavík 1994.

2) Starfsskilyrði stjórnvalda. Forsætisráðuneytið, Reykjavík 1999. (Skýrslan er aðgengileg á www.althingi.is/altext/125/s/0376.html.)

3) Fjölrit með völdum greinum um stjórnsýslurétt. (Fjölritinu verður dreift í upphafi á                 námskeiðinu í ljósriti–önnur rit útvega nemendur sér sjálfir.)

Kennsluáætlun:

1. kennsludagur; mánudagurinn 27. janúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.

Lýsing: Í upphafi kynnir Hafsteinn Þór Hauksson uppbyggingu námskeiðs, lesefni og aðra þætti. Tryggvi mun svo fjalla með almennum hætti um stjórnsýslukerfið, hlutverk og ábyrgð stjórnvalda, helstu réttarreglur sem á reynir við framkvæmd stjórnsýslu, stjórnsýslulögin og aðdraganda að setningu þeirra.

Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 19-40.

 

2. kennsludagur; miðvikudagurinn 29. janúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis.

Lýsing: Gildissvið stjórnsýslulaga. Til hvaða aðila taka lögin? Til hvaða athafna taka lögin?

Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 41-53.

 

3. kennsludagur; mánudagurinn 3. febrúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis.

Lýsing: Hugtakið aðili máls og valdmörk stjórnvalda.

Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 50-53 og 55-88, og Páll Hreinsson: Valdmörk stjórnvalda. Grein sem birt var í Tímariti lögfræðinga 2005. Verður dreift til nemenda í fjölriti.

 

4. kennsludagur; miðvikudagurinn 5. febrúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis.

Lýsing: Hæfisreglur stjórnsýslulaga.

Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 55-57 og 65-88, og svo valin álit umboðsmanns Alþingis og dómar Hæstaréttar, sem vísað verður til fyrir tímann.

 

5. kennsludagur; fimmtudagurinn 13. febrúar kl. 14.00-17.00  

Kennari: Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis.

Lýsing: Upphaf stjórnsýslumáls. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Málshraðareglan.

Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 91-104 og181-182.

 

6. kennsludagur; föstudagurinn 14. febrúar kl. 14.00-17.00  

Kennari: Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Lýsing: Rannsóknarreglan.

Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 105-117.

 

7. kennsludagur; mánudagurinn 17. febrúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Lýsing: Andmælareglan.

Lesefni: Páll Hreinsson. Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 161-206

 

8. kennsludagur; miðvikudagurinn 19. febrúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis

Lýsing: Ákvörðunartaka í stjórnsýslumáli, rökstuðningur stjórnvaldsákvarðana, birting og kæruleiðbeiningar.

Lesefni: Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 207-236.

 

9. kennsludagur; miðvikudagurinn 24. febrúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Lýsing: Upplýsingaréttur aðila máls.

Lesefni: Páll Hreinsson. Stjórnsýslulögin – Skýringarrit, 161-206 og Páll Hreinsson: „Upplýsingaréttur aðila stjórnsýslumáls“, grein sem dreift verður til nemenda.

 

10. kennsludagur; miðvikudagurinn 26. febrúar kl. 14.00-17.00

Kennari: Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Lýsing: Upplýsingaréttur almennings

Lesefni: Trausti Fannar Valsson. Upplýsingaréttur (fjölrit – sem dreift verður til nemenda).

 

11. kennsludagur; mánudagurinn 3. mars kl. 14.00-17.00

Kennari: Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis.

Lýsing: Þagnarskyldureglur og reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

 

12. kennsludagur; miðvikudagurinn 5. mars kl. 14.00-17.00

Kennari: Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Lýsing: Málefnaleg stjórnsýsla. Lögmætisreglan og þjónustugjöld.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is