Alþjóðleg rannsókn á umbótum í opinberri stjórnsýslu

Áhrif umbóta í opinberri stjórnsýslu á samdráttartímum verða metin í alþjóðlegri viðhorfskönnun sem hófst í dag.  Könnunin er hluti af erlendri samanburðarrannsókn á þessu sviði og eru íslenskir þátttakendur um 400 stjórnendur hjá ríkinu. Í könnuninni verða stjórnendur m.a. spurðir um persónulega reynslu og skoðun á opinberum rekstri, stjórnsýsluumbótum og áhrifum fjármálakreppunnar á opinbera stjórnsýslu. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta áhrif umbótaaðgerða í opinberri stjórnsýslu á þjónustu við almenning. Niðurstöður könnunarinnar munu gefa mikilvægar upplýsingar um stöðu og þróun umbótamála á Íslandi sem nýtast munu stjórnsýslunni á komandi árum.  Jafnframt gefst gott tækifæri til að meta íslenska stjórnsýslu í alþjóðlegu samhengi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytis, stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands og samstarfsnets evrópskra háskóla.  Könnunin er hluti af COCOPS (Coordinating for Cohesion in the Public Sector of the Future) rannsókninni og hafa stjórnendur í yfir 15 ríkjum í Evrópu tekið þátt í henni.

Sjá nánar um verkefnið

Heimild: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/17691

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is