Upplýsingasamfélag framtíðar: tækifæri og hættur

Opinn hádegisfyrirlestur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í Öskju- stofu 132 Háskóla Íslands  föstudaginn 28. febrúar 2014 kl. 12.00-13.15.

Fyrirlestur Hauks ber heitið „Upplýsingasamfélag framtíðar: tækifæri og hættur“. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvernig upplýsingasamfélag framtíðarinnar gæti litið út, þar á meðal hvað einkennir opið upplýsingasamfélag og hvert við erum komin, en einnig um hættur netsins sem eru til dæmis aukið eftirlit með netheimum. Að lokum verða fyrirspurnir og umræður.

Haukur Arnþórsson er doktor í rafrænni stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og á að baki langa starfsreynslu á sviði rafræns lýðræðis og stjórnsýslu í íslenska stjórnkerfinu. Hann kennir rafræna stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild HÍ, veitir ráðgjöf á sviðinu, hefur unnið við útvarpsþáttagerð og verið virkur í fjölmiðlaumræðu.

Fundarstjóri er  Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is