Kjördagur sveitarstjórnar-kosninga 31. maí auglýstur

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum. Í auglýsingu um sveitarstjórnarkosningarnar frá ráðuneytinu kemur fram að frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014 og að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist 5. apríl 2014.

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28862 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is