Námskeið: Ráðning og starfslok starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum

Mán, 03/17/2014 - 12:37 -- hrefna

Námskeiðið verður haldið föstudaginn 4. apríl 2014 kl. 9.00-16.00 á Grand hótel Reykjavík.

Verð: 19.900 kr.

Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvernig standa ber að öllum helstu ákvörðunum í málefnum opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til auglýsingar lausra starfa og meðferðar ráðningarmála samkvæmt lögum.  Þá verður einnig fjallað um hvaða lagalegu mörk stjórnunarvaldi yfirmanna eru sett og þær reglur sem gilda um starfslok opinberra starfsmanna.

Kennari: Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is